miðvikudagur, janúar 05, 2005

Gleðilegt nýtt ár og takk fyrir það gamla!
Árið tvöþúsundogfjögur var að mestu leyti gott ár. En eins og alltaf var að sjálfsögðu dálítill rússíbani þar sem gleði og sorg skiptist á. En þannig er lífið bara. Ég held samt að ég hafi komið út í plús að mestu leyti þessi áramótin og er það að mestu honum Gumma litla uppáhaldsfrænda að þakka. Og það bara fyrir að vera til!

Klippi-kvendið
Fann mér nýja klippikonu áðan. Frasinn -Another one bites the dust- á vel við í þessu tilfelli þar sem að flestar vinkonur mínar eru einnig klipptar af þessari sömu dömu (sniðugt, ha?!). Mér sýnist á öllu að hún sé almennt að gera góða hluti og þrátt fyrir þó nokkra óánægju í fyrstu ætlar þetta bara að verða að geðveikri VIÐRÁÐANLEGRI klippingu. Og það gerist sko ekki á hverjum degi á þessum bæ.
Dagbjört: Ég redda þér mynd á morgun ;)!

Svampur Sveinsson
Vá, hvað ég ætla að sjá Sponge-Bob Squarepants the movie. Var að sjá trailerinn áðan og sé hálf eftir því. Ég missti af því að skrækja af óvæntri ánægju í bíó og gerði það í staðinn heima hjá mér. Sem er ekki nándar nærri því eins gaman. Viva la Hoff!