fimmtudagur, janúar 11, 2007

Þabbara svona...
Fann mig knúna til að henda inn svo sem einni færslu. Er að byrja í skólanum á eftir og er ekki frá því að hlakka dálítið til. Literary Theory hljómar þvílíkt spennandi þó ég viti eiginlega ekki hvað það er. En það er bara gaman!

Kemur á óvart...
Rakst á svona internet-próf. Fæ alltaf svo skemmtilegar niðurstöður...


How evil are you?


Ég vissi ekki einu sinni að þetta væri möguleg útkoma úr prófinu. Endilega prófaðu og láttu mig vita hvað þú færð.

Æ, já...
Gleðileg jól, farsælt komandi ár, takk fyrir allt liðið og svo framvegis.