London, baby!
Er stödd í svefnbænum Swindon sem er ca. klukkustundar akstur vestur af Lundúnum. Vistin hjá Halla er góð og við Björg erum bústnar og vel aldar. Fáum svo mikið súrefni í kroppinn að við erum við það að líða út af klukkan tíu á kvöldin. Enda ætla ég að skríða í bólið um leið og þessari færslu lýkur. Á morgun höldum við systur inn til Lundúna þar sem við gistum á hóteli í tvær nætur. Þar verður verslað þar til kviknar í kortunum og góður matur etinn í bílförmum. Ef einhvern sem mér tengist skyldi vanta eitthvað sem einungis fæst á Bretlandseyjum þá er um að gera að sms-a beiðni um hæl.
Tally-ho, pip-pip og aðrar breskar kveðjur.
sunnudagur, febrúar 04, 2007
Gerast áskrifandi að:
Comment Feed (RSS)
|