mánudagur, febrúar 05, 2007

Jedúdda...
Tekurðu einhver lyf? Ef svo er skaltu ekki gleyma að taka þau daginn sem þú ferð til útlanda í viku! Ég er svo bólgin og aum í hægri öxlinni að mig dreymdi í nótt að Björg væri að naga hana. Það gæti samt tengst því að áður en ég sofnaði spurði hún mig upp úr svefni hvort ég væri gómsæt!

Tjúúú, tjúúú...
Ég eeeelska lestir. Þær eru þægilegasti ferðamáti í heimi. Þær koma manni hratt á milli staða, maður þarf ekkert að hugsa, maður getur lesið í þeim og það sem skiptir meira máli: ÞÆR POMPA EKKI!