Reverent so I accept, doubtful because I revere...
Ég hefði haldið að ég yrði æst í að blogga, svona svo ég hefði enga ástæðu til að vera að læra. Ég virðist samt hafa vitkast eitthvað í seinni tíð þar sem þessu hefur verið öfugt farið þetta vorið. En betur má ef duga skal því skiladagurinn á BA-ritgerðinni er 2. maí og það er mikil vinna eftir.
Í saumaklúbb sem ég var með í gær tengdi ég mynda-slideshow við sjónvarpið og sýndi skvísunum. Nú finnst mér yfirhöfuð gaman að skoða myndir, en skemmtunin er tíföld þegar allir geta horft á sömu myndina í einu og hlegið saman. Það er víst að þetta verður endurtekið sem fyrst og þá með ennþá fleiri myndum. Og jafnvel réttri tónlist...
Í öðrum fréttum er ég ennþá algjörlega hooked á gripnum í færslunni hér að neðan. Mér hefur reyndar tekist ótrúlega vel að halda mig frá honum þegar ég á að vera að læra. Fer bara á fyllerí þegar ritgerðar-skil og próf eru yfirstaðin.
Og fyrir tónlistarunnendur: Tjékkið á plötunni The Reminder með Feist. Hún er söngkonan úr Broken Social Scene og þessi þriðja (að ég held) sólóplata hennar kemur vel út. Reyndar finnst mér hún kannski ekki í nægu jafnvægi þegar kemur að stemningunni í lögunum. Þeim er raðað mjög skringilega með tilliti til þess hvort þau eru róleg eða hröð. Lögin eru öll mjög skemmtileg, en það pirrar mig stundum að hlusta á plötuna í heild sinni. Engu að síður er einstaklega gaman að syngja með völdum lögum þegar maður loksins lærir textana :). Hægt er að heyra nokkur lög í fullri lengd á myspace music síðu hennar.
sunnudagur, apríl 13, 2008
Gerast áskrifandi að:
Comment Feed (RSS)
|