Húrra! Húrra! Húrra!
Klukkan 15:05 í dag, 22. maí árið 2008 skilaði ég BA-ritgerðinni minni í ensku við Hí. Það leið næstum því yfir mig af feginleik þegar ég skutlaði henni í hólf leiðbeinandans. Nú þarf ég ekkert að hugsa um hana meir...þ.e.a.s. þangað til einkunnin kemur í hús ;)! Ég veit reyndar ekki hvenær það verður...
Þegar ég er búin að jafna mig á þessu margra vikna ritgerðar-stressi kemur ferðasagan frá London beinustu leið hingað inn. Endilega bíðið spennt.
Með lingóið á hreinu...
MSN-samtal við föður minn, 57 ára. Umræðuefnið er áðurnefnd skil á BA-ritgerð:
Gudmundur Ingi says:
okkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkeiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii til lukku í krukkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkku
Kristín - bloggar á ný says:
taaaaaaakkkkkk
Kristín - bloggar á ný says:
steik
Gudmundur Ingi says:
hvað er í steik?
Kristín - bloggar á ný says:
þú ert steik. Þú ert steiktur, þeas heilinn á þér er steiktur og þess vegna ertu svona klikk.
Gudmundur Ingi says:
þú ert leim
Hann klikkar ekki á smáatriðunum!
fimmtudagur, maí 22, 2008
Gerast áskrifandi að:
Comment Feed (RSS)
|