fimmtudagur, maí 01, 2008

LOLcats
Í prófum eða verkefnaskilum virðist það alltaf hittast þannig á að maður finnur sér eitthvað nýtt og spennandi internetdæmi til að eyða dýrmætum tíma sínum. Í þetta skiptið uppgötvaði ég LOLcats, sem ég hafði rekist á áður en ekki vitað hvað var. LOLcats er þegar maður tekur mynd, sérstaklega af dýrum, og skrifar texta á hana með vitlausri ensku. Textinn verður að vera hvítur með svörtum útlínum og enskan verður að vera rétt vitlaus. Hljómar furðulega en er alveg óendanlega fyndið. Tjékkaðu á ICHC og skemmtu þér vel.


humorous pictures
Svo fyndið