föstudagur, september 26, 2008

Bloggþörfin...
...kom mér á óvart rétt í þessu. Skyndilega þurfti ég bara að skella nokkrum orðum inn og tjá mig eitthvað á veraldarvefnum. Þetta mætti nú alveg gerast oftar. Verra er að komið var að sækja mig í miðjum klíðum svo þetta er opinberlega í fyrsta skipti sem ég blogga á ferð í bíl :). Stór stund í lífi allra bloggara.

Aðalástæðan fyrir þessu bloggi er samt eftirfarandi linkur: McDonalds kemur ekki á óvart. Ef þú getur farið á McDonalds eftir að hafa lesið þessa grein þá ertu eitthvað mis.