Mikið um að vera
Í gær útskrifaðist ég úr Menntaskólanum í Reykjavík. Athöfnin var flott og kórinn söng við upphaf hennar. Myndatakan var furðuleg, to say the least en veislan var schnilld! Það var ótrúlega mikið fólk á svæðinu og mikið fjör. Allar bestu manneskjurnar sáu sér fært að mæta en "því miður" voru margar vinkvennanna að útskrifast líka og komust því ekki :0). Þegar leið að lokum dagsins hringdi svo Danmerkurfarinn. Gæti lífið verið betra?
Vinna
Ég er komin með vinnu í sumar. Ég er orðin hjúkrunarritari á Grensásdeild Landspítalans, þriðju hæð. Attsewaytodoit!
Kvóti dagsins
-That'll do, pig. That'll do.
laugardagur, maí 31, 2003
miðvikudagur, maí 21, 2003
Hah!
Hver fékk 8 í íslenskum stíl? Ég!!! Eins og mér gekk hörmulega og vissi ekkert hvað ég átti að skrifa. Ah, þetta er ljúf tilfinning!
Evróvisjón
Gaman að þessu!
Kvóti dagsins
"This is what you're doing...this is what I want you to do! Any questions?"
"Did you just tell me to shut up?!"
"Yeees, you catch on straightaway!"
(Lesist með über-enskum hreim)
sunnudagur, maí 18, 2003
Víma
Tilraun til þess að stilla hóstann var gerð í gærkveldi. Ég innbyrti tvær afar sterkar kódein-innihaldandi-verkjatöflur (sem eru þá einmitt hóstastillandi) og fékk mér tvöfaldan skammt af hóstasaft. Og viti menn, hóstinn minnkaði og allt varð mjög fyndið og skemmtilegt!
Helvítis...
The Dante's Inferno Test has banished you to the Eigth Level of Hell - the Malebolge!
Here is how you matched up against all the levels:
Level | Score |
---|---|
Purgatory (Repenting Believers) | Very Low |
Level 1 - Limbo (Virtuous Non-Believers) | Very Low |
Level 2 (Lustful) | High |
Level 3 (Gluttonous) | Low |
Level 4 (Prodigal and Avaricious) | Low |
Level 5 (Wrathful and Gloomy) | High |
Level 6 - The City of Dis (Heretics) | Low |
Level 7 (Violent) | High |
Level 8- the Malebolge (Fraudulent, Malicious, Panderers) | High |
Level 9 - Cocytus (Treacherous) | Moderate |
Take the Dante's Inferno Test
Það er nefnilega það!
Kvóti dagsins
" I can't even begin to imagine knowing how to answer that question"
- Perfect Murder?
laugardagur, maí 17, 2003
Og meira próf
Nei, ekki meirapróf heldur stjörnufræðipróf! Gekk ágætlega held ég barasta. Fattaði reyndar að ein spurningin var svolítið vafasöm. Og mikið rétt, tíu mínútum fyrir próflok fékk ég grun minn staðfestann. Ég hafði misskilið spurninguna. Þá hófst svörun númer tvö með miklu offorsi og þetta hafðist naumlega. Gott mál.
IQ
Tók svona greindarvísitölupróf hjá Emode. Fékk að vita að hæfileikar mínir liggja allir á stærðfræðisviðinu. Í umsögn stóð að ég ætti bara að halda mig við mína sterku hlið: stærðfræðina og vera ekkert að fara út í eitthvað sem hentaði mér ekki. Eins og til dæmis: Teikningu og eitthvað kreatíft.
Hah!
Wtf?
Bíddu, hvað er í gangi hér?
Kvóti dagsins
"Sure, God has a sense of humor. Just look at the platypus!"
fimmtudagur, maí 15, 2003
Próf
Mér gekk fáranlega vel í líffræðiprófinu, sérstaklega miðað við tímann sem ég hafði til að lesa fyrir það. Til hamingju ég! En svo ákvað ég auðvitað að taka þetta með trompi og verða meira veik, svo ég kæmist alveg örugglega ekki í stúdentspróf í myndlist. Tvö sjúkrapróf í handraðanum er nú kannski ekki svo slæmt.
mánudagur, maí 12, 2003
Líffræði
...er yfirleitt skemmtileg. En þegar maður þarf að lesa um það bil 600 bls. á ensku fyrir próf, þá er nú nóg komið. Sérstaklega þar sem ég missti þrjá og hálfan upplestrardag vegna veikinda. En svona er lífið.
Tár á kinnum Söru Lísu
Ég rakst á þetta snilldarblogg er ég var að vafra um netið. Núna er ég ekki bara með harðsperrur vegna hósta, heldur líka vegna hláturs!
fimmtudagur, maí 08, 2003
Veikindi
...eru það leiðinlegasta í heimi. Og þegar maður verður veikur í stúdentsprófunum þá er það slæmt!
Lord of the Rings
You are an UberGeek!
What type of LotR fan are you?
brought to you by Quizilla
Kom þetta einhverjum á óvart?