fimmtudagur, maí 15, 2003

Próf
Mér gekk fáranlega vel í líffræðiprófinu, sérstaklega miðað við tímann sem ég hafði til að lesa fyrir það. Til hamingju ég! En svo ákvað ég auðvitað að taka þetta með trompi og verða meira veik, svo ég kæmist alveg örugglega ekki í stúdentspróf í myndlist. Tvö sjúkrapróf í handraðanum er nú kannski ekki svo slæmt.