laugardagur, maí 31, 2003

Mikið um að vera
Í gær útskrifaðist ég úr Menntaskólanum í Reykjavík. Athöfnin var flott og kórinn söng við upphaf hennar. Myndatakan var furðuleg, to say the least en veislan var schnilld! Það var ótrúlega mikið fólk á svæðinu og mikið fjör. Allar bestu manneskjurnar sáu sér fært að mæta en "því miður" voru margar vinkvennanna að útskrifast líka og komust því ekki :0). Þegar leið að lokum dagsins hringdi svo Danmerkurfarinn. Gæti lífið verið betra?

Vinna
Ég er komin með vinnu í sumar. Ég er orðin hjúkrunarritari á Grensásdeild Landspítalans, þriðju hæð. Attsewaytodoit!

Kvóti dagsins
-That'll do, pig. That'll do.