Þessi uppfærsla...
...er fyrir Dagbjörtu óþolinmóðu ;).
Business is slow
Og líf mitt líka. Ég fór í skírn síðasta föstudag þar sem að Snúlla hætti að vera Snúlla og varð Lísa. Til hamingu með það Lísa mín!
Þennan sama föstudag var matarboð og Danmerkur-skvísur voru því næst kvaddar og sendar á brott á laugardaginn. (Og ég hafði engan MSN-buddy alla vikuna, aumingja ég!).
Svo var skundað í afmælis-kveðjuhóf hjá Ingu. Hún er að yfirgefa okkur til að stunda nám í the U.S. og A. og mætir ekki fyrr en um jólin og þá bara í heimsókn. Við færðum henni góðar gjafir, bók um Bandaríkin og svona collage-ramma með myndum af okkur vinkonunum öllum saman. Svo hún gleymi nú ekki að koma heim. (Eða þá svo hún komi pottþétt ekki heim, ég er ekki viss...)
Á sunnudaginn....ég man það ekki. En ég svaf út!
Vikan
Hefur liðið hratt. Það hefur ekki verið neitt sérstaklega skemmtilegt í vinnunni :(. Og veðrið hefur verið skítlegt. En ég er að fara í sumarfrí í dag! Og á mánudaginn fer ég til kóngsins Köbenhavn! Annars hef ég ekkert gert þessa vikuna, nema að fara í mitt daglega sund. Hitti Bjarneyju þar um daginn í svona 0,32 mínútur. Í gær fór ég samt ekki, því ég var veik heima úr vinnunni. Og þar af leiðandi er ég stirðari en andskotinn! En jæja, sjúkraþjálfun eftir vinnu og útréttingar fyrir Útlönd :) !
Kvóti dagsins
-Savvy?
(Vá, ég bráðna alveg bara við að hugsa um þessa mynd!)
föstudagur, júlí 25, 2003
miðvikudagur, júlí 16, 2003
Uppfært
Maður verður stundum að uppfæra bloggsíðuna sína. Það bara er svoleiðis. En ég er ekki svona uppfærslu meiníak iens og bloggfrændinn. Óóó, nei!
Babyface
Ég var að eignast litla frænku í gær! Það gerir þá í annað skiptið á ca. tveimur og hálfum mánuði. Stelpurnar munu rúla í nýjustu kynslóð móðurbróðurfjölskyldunnar. Hann móðurbróðir eignaðist nefnilega bara stráka...
Helgin
...var viðburðarík. Á föstudag fór ég snemma að sofa, enda langþreytt eftir að hafa farið seint að sofa í heila viku.
Á laugardag var svo skundað í bíó með fríðu föruneyti, þeim Eyrúnu og Bryndísi. Ég fékk að velja myndina og valið stóð á milli frönsku myndarinnar Jet lag og Hollywood steikarinnar The Lizzie McGuire Movie. Það var ekki spurning; ég skellti mér (og vinkunum með) á steikina! Og skemmti mér gífurlega vel! Það var samt aðallega vegna skemmttlegs karakters að nafni Miss Ungermeyer og einnig vegna samáhorfanda míns sem að hafði alveg gífurlega fyndinn hlátur. Myndin var ekki einu sinni byrjuð en hann var farinn að rýta af hlátri! Og þá meina ég rýta. Eftir myndina ætluðum við svo að horfa á Empire records hjá Bryndísi en hún fannst ekki. Svo við fórum bara í að merkja allar ómerktu spólurnar hennar og horfa á blast from the past.
Sunnudagurinn fór svo í að plana ferð á Bruce Almighty. Og hvað hún var fyndin! Ég sat náttúrulega við hliðina á mesta Jim Carrey fan hérna megin Atlantshafsins, svo að ég hló kannski meira en ella. Þetta var alla veganna mjög skemmtilega bíóferð :).
Kvóti dagsins
- You look strangely large and familiar...
mánudagur, júlí 07, 2003
Helgin
...var mesta letilíf. Á föstudagskvöldið fór ég í mat hjá Bryndísi og fjölskydu og síðan að passa litlu frændsystkini Bryndísar og Önnu Lísu, með Bryndísi. Þar var myndin Catch me if you can leigð og hún reyndist mjög góð, þrátt fyrir ruglandi byrjun.
Á laugardagskvöldið hélt ég svo sóló video-maraþon, og leigði Jack & Sarah, Rush hour 2, Jewel of the Nile og Double Jeopardy. Ég horfði mér til óbóta og fór seint að sofa. Daginn eftir hugsaði ég mér gott til glóðarinnar og skellti Double Jeopardy í tækið. Þá kom í ljós að í staðinn fyrir eina af mínum uppáhalds myndum hafði ég fengið e-a gamla klifurmynd. Með leikurum sem ég hafði aldrei heyrt um. Þar af leiðandi á ég nú inni eina gamla spólu í Nýmynd. (sem mun alltaf heita Nýmynd sama hversu oft nafninu er breytt).
Á sunnudagskvöld fór ég svo í bíó á Phone booth með vinkum, einum fylgifisk og einum fylgifylgifisk. (Lesist; vinkonum, kærasta og vini kærasta.) Hún var stórfurðuleg og ég við ekki sjá hana aftur.
Atriði dagsins
Er úr Jack & Sarah. Þegar að Jack setur sokk á höfuðið á Sarah, setur hana í viskastykki fyllt með bómull, vefur henni inn í hadklæði og setur hana ofan í fóðrað póstumslag.