mánudagur, júlí 07, 2003

Helgin
...var mesta letilíf. Á föstudagskvöldið fór ég í mat hjá Bryndísi og fjölskydu og síðan að passa litlu frændsystkini Bryndísar og Önnu Lísu, með Bryndísi. Þar var myndin Catch me if you can leigð og hún reyndist mjög góð, þrátt fyrir ruglandi byrjun.
Á laugardagskvöldið hélt ég svo sóló video-maraþon, og leigði Jack & Sarah, Rush hour 2, Jewel of the Nile og Double Jeopardy. Ég horfði mér til óbóta og fór seint að sofa. Daginn eftir hugsaði ég mér gott til glóðarinnar og skellti Double Jeopardy í tækið. Þá kom í ljós að í staðinn fyrir eina af mínum uppáhalds myndum hafði ég fengið e-a gamla klifurmynd. Með leikurum sem ég hafði aldrei heyrt um. Þar af leiðandi á ég nú inni eina gamla spólu í Nýmynd. (sem mun alltaf heita Nýmynd sama hversu oft nafninu er breytt).
Á sunnudagskvöld fór ég svo í bíó á Phone booth með vinkum, einum fylgifisk og einum fylgifylgifisk. (Lesist; vinkonum, kærasta og vini kærasta.) Hún var stórfurðuleg og ég við ekki sjá hana aftur.

Atriði dagsins
Er úr Jack & Sarah. Þegar að Jack setur sokk á höfuðið á Sarah, setur hana í viskastykki fyllt með bómull, vefur henni inn í hadklæði og setur hana ofan í fóðrað póstumslag.