Þessi uppfærsla...
...er fyrir Dagbjörtu óþolinmóðu ;).
Business is slow
Og líf mitt líka. Ég fór í skírn síðasta föstudag þar sem að Snúlla hætti að vera Snúlla og varð Lísa. Til hamingu með það Lísa mín!
Þennan sama föstudag var matarboð og Danmerkur-skvísur voru því næst kvaddar og sendar á brott á laugardaginn. (Og ég hafði engan MSN-buddy alla vikuna, aumingja ég!).
Svo var skundað í afmælis-kveðjuhóf hjá Ingu. Hún er að yfirgefa okkur til að stunda nám í the U.S. og A. og mætir ekki fyrr en um jólin og þá bara í heimsókn. Við færðum henni góðar gjafir, bók um Bandaríkin og svona collage-ramma með myndum af okkur vinkonunum öllum saman. Svo hún gleymi nú ekki að koma heim. (Eða þá svo hún komi pottþétt ekki heim, ég er ekki viss...)
Á sunnudaginn....ég man það ekki. En ég svaf út!
Vikan
Hefur liðið hratt. Það hefur ekki verið neitt sérstaklega skemmtilegt í vinnunni :(. Og veðrið hefur verið skítlegt. En ég er að fara í sumarfrí í dag! Og á mánudaginn fer ég til kóngsins Köbenhavn! Annars hef ég ekkert gert þessa vikuna, nema að fara í mitt daglega sund. Hitti Bjarneyju þar um daginn í svona 0,32 mínútur. Í gær fór ég samt ekki, því ég var veik heima úr vinnunni. Og þar af leiðandi er ég stirðari en andskotinn! En jæja, sjúkraþjálfun eftir vinnu og útréttingar fyrir Útlönd :) !
Kvóti dagsins
-Savvy?
(Vá, ég bráðna alveg bara við að hugsa um þessa mynd!)
föstudagur, júlí 25, 2003
Gerast áskrifandi að:
Comment Feed (RSS)
|