Uppfært
Maður verður stundum að uppfæra bloggsíðuna sína. Það bara er svoleiðis. En ég er ekki svona uppfærslu meiníak iens og bloggfrændinn. Óóó, nei!
Babyface
Ég var að eignast litla frænku í gær! Það gerir þá í annað skiptið á ca. tveimur og hálfum mánuði. Stelpurnar munu rúla í nýjustu kynslóð móðurbróðurfjölskyldunnar. Hann móðurbróðir eignaðist nefnilega bara stráka...
Helgin
...var viðburðarík. Á föstudag fór ég snemma að sofa, enda langþreytt eftir að hafa farið seint að sofa í heila viku.
Á laugardag var svo skundað í bíó með fríðu föruneyti, þeim Eyrúnu og Bryndísi. Ég fékk að velja myndina og valið stóð á milli frönsku myndarinnar Jet lag og Hollywood steikarinnar The Lizzie McGuire Movie. Það var ekki spurning; ég skellti mér (og vinkunum með) á steikina! Og skemmti mér gífurlega vel! Það var samt aðallega vegna skemmttlegs karakters að nafni Miss Ungermeyer og einnig vegna samáhorfanda míns sem að hafði alveg gífurlega fyndinn hlátur. Myndin var ekki einu sinni byrjuð en hann var farinn að rýta af hlátri! Og þá meina ég rýta. Eftir myndina ætluðum við svo að horfa á Empire records hjá Bryndísi en hún fannst ekki. Svo við fórum bara í að merkja allar ómerktu spólurnar hennar og horfa á blast from the past.
Sunnudagurinn fór svo í að plana ferð á Bruce Almighty. Og hvað hún var fyndin! Ég sat náttúrulega við hliðina á mesta Jim Carrey fan hérna megin Atlantshafsins, svo að ég hló kannski meira en ella. Þetta var alla veganna mjög skemmtilega bíóferð :).
Kvóti dagsins
- You look strangely large and familiar...
miðvikudagur, júlí 16, 2003
Gerast áskrifandi að:
Comment Feed (RSS)
|