miðvikudagur, desember 17, 2003

Jólafrí...
Ef ég myndi hitta manninn sem fann upp jólafríið þá myndi ég kyssa hann rembingskossi. Jólafrí eru nefnilega æðisleg!

Skreytum hús með greinum grænum...
Við systurnar og Anna frænka fórum í heimsókn til Bjargar ömmu áðan til þess að skreyta jólatréð hennar. Yfirjólatrésskreytarinn er nefnilega í Kanalandi og kemur ekki aftur þaðan fyrr en eftir marga mánuði. Og ekki gat amma veirð jólatréslaus á meðan!

Prófsýning...
Dómur er fallinn: Mér gekk vel í jólaprófunum og reyndist hafa brillerað í byggingarlistasögu. Iðnskólinn í Reykjavík er algjör draumur.

Spilakvöld...
Ég er farin að finna alveg óstjórnlega löngun til þess að hafa spilakvöld. Og þá helst til þess að spila Catan. Það er spil sem ég elska, þrátt fyrir að ég hafi bara spilað kennsluspilið hálfu sinni ;). Það er þess vegna spurning hvort ég hóa ekki í einhverjar vinkur til þess að sprella með mér.

fimmtudagur, desember 11, 2003

Jólaskraut...
Já, já sumir fara soldið overboard! Tékkið á þessu.

Byggingarlistasaga...
Hah, ég er ekki frá því að ég hafi barasta brillerað prófinu í dag! Og þá er bara eitt próf eftir og svo jólafrí!

þriðjudagur, desember 09, 2003

Helgin...
Var svona skítsæmileg held ég bara. Ég horfði á Idol með Bryndísinni á föstudaginn (eins og venjulega) og fór seinna um kveldið í bíó með Katrínu. Love actually er bara skrattagóð mynd! Klisja dauðans, en hver hefur ekki þörf fyrir smáklisju á þessum síðustu og verstu tímum? En það fyndnasta var að Bryndís var líka í salnum en við vorum samt ekki saman í bíó! Hah, geðsjúklingar á ferð og flugi.
Á laugardaginn svaf ég til klukkan 14:30 (!) um kvöldið fór ég að passa hjá nýju fólki. Skrýtnu fólki.
Á sunnudaginn gerði ég ekkert nema að fara í hina vikulegu Charmed-heimsókn :).

Stafsetning...
Sumt fólk bara getur ekki notað greinarmerki. Og hvað þá stafsett rétt. Það talar um að versla sér hluti og skrifar um sgreitingar = skreytingar, að vita um eitthvað með löngum tíma = góðum fyrirvara og ligt = lykt . Og þetta var allt í sama e-mailinu sem ég fékk rétt áðan. Fólk er svakalegt!

Ég heiti Kristín og ég er sjónvarpsfíkill...
Mér til mikillar hrellingar gerði ég mér grein fyrir því fyrir stuttu, að ég stefni hraðbyri í víti sjónvarpsfíkilsins. Þegar mér fannst ég ekki getað misst af þættinum Fastlane þá féll mér allur ketill í eld. Ég sleppti því að horfa á sjónvarp þann daginn og hef þar með hafið bata minn. Eða við skulum alla veganna vona að það sé raunin!

laugardagur, desember 06, 2003

Próf...
Hér er svona öðruvísi próf, til að létta lífið í prófunum :Þ.

You are DORY!
What Finding Nemo Character are You?

brought to you by Quizilla

Who'da thunk it?

föstudagur, desember 05, 2003

Jiiiiii...
Gwyneth Paltrow og Chris Martin bara ólétt. Ég á barasta ekki orð! Jú, annars er ég með spár um það hvernig krakkinn verður.
Annað hvort: Fjallmyndarlegur með geggjaðan hreim og þvílíka sönghæfileika
Eða: Litlaus (og alltaf við það að fara að gráta) með versta enska hreim í heimi og mun þá leika eins og undin tuska.
Og nei, ég er aldrei með sleggjudóma ;) !

þriðjudagur, desember 02, 2003

Veikindi...
Hafa herjað á Bólstaðarhlíðargengið. Og þar varð ég verst úti eins og vanalega. *Grátur og gnístran tanna*. Óóææ aumingja ég o.s.frv. o.s.frv. En það er alla veganna góð ástæða fyrir lítilli hreyfingu á blogginu!

Jólaprófin...
Eru hafin í Iðnskólanum í Reykjavík. Ef að jólapróf skyldi kalla. Ég fer í þrjú próf; tækniteikningu, fríhendisteikningu og byggingarlistasögupróf. Og það þarf bara að læra fyrir byggingarlistasöguna. Og þar sem ég fór í tækniteikningarprófið í gær þá á ég núna eiginlega frí þangað til 8. des, en þá þarf ég að fara að lesa aftur. Og svo bara búið klukkan 12:00 þann 11. desember. Og þá hefst jólafrí sem stendur til 9. janúar. Húrra, húrra, húrra!

Sumarbústaður...
Um helgina hafði fjölskyldan það gott í sumarbústað í Efri-Reykjum sem vinnan hans pabba á. Þar var lesið, sofið, horft á DVD, hlustað á góða tónlist, farið í pottinn, kíkt í Hlíð og sofið. Og já, verkefni gerð fyrir skólann, en það fór nú kannski minnst fyrir því :S !

Kvóti dagsins
- Víst kveiktiru í typpinu á pabba! Eva systir segir það!
- Góði þegiðu og hugsaðu um þíns eigins typpi!