þriðjudagur, desember 09, 2003

Helgin...
Var svona skítsæmileg held ég bara. Ég horfði á Idol með Bryndísinni á föstudaginn (eins og venjulega) og fór seinna um kveldið í bíó með Katrínu. Love actually er bara skrattagóð mynd! Klisja dauðans, en hver hefur ekki þörf fyrir smáklisju á þessum síðustu og verstu tímum? En það fyndnasta var að Bryndís var líka í salnum en við vorum samt ekki saman í bíó! Hah, geðsjúklingar á ferð og flugi.
Á laugardaginn svaf ég til klukkan 14:30 (!) um kvöldið fór ég að passa hjá nýju fólki. Skrýtnu fólki.
Á sunnudaginn gerði ég ekkert nema að fara í hina vikulegu Charmed-heimsókn :).

Stafsetning...
Sumt fólk bara getur ekki notað greinarmerki. Og hvað þá stafsett rétt. Það talar um að versla sér hluti og skrifar um sgreitingar = skreytingar, að vita um eitthvað með löngum tíma = góðum fyrirvara og ligt = lykt . Og þetta var allt í sama e-mailinu sem ég fékk rétt áðan. Fólk er svakalegt!

Ég heiti Kristín og ég er sjónvarpsfíkill...
Mér til mikillar hrellingar gerði ég mér grein fyrir því fyrir stuttu, að ég stefni hraðbyri í víti sjónvarpsfíkilsins. Þegar mér fannst ég ekki getað misst af þættinum Fastlane þá féll mér allur ketill í eld. Ég sleppti því að horfa á sjónvarp þann daginn og hef þar með hafið bata minn. Eða við skulum alla veganna vona að það sé raunin!