miðvikudagur, desember 17, 2003

Jólafrí...
Ef ég myndi hitta manninn sem fann upp jólafríið þá myndi ég kyssa hann rembingskossi. Jólafrí eru nefnilega æðisleg!

Skreytum hús með greinum grænum...
Við systurnar og Anna frænka fórum í heimsókn til Bjargar ömmu áðan til þess að skreyta jólatréð hennar. Yfirjólatrésskreytarinn er nefnilega í Kanalandi og kemur ekki aftur þaðan fyrr en eftir marga mánuði. Og ekki gat amma veirð jólatréslaus á meðan!

Prófsýning...
Dómur er fallinn: Mér gekk vel í jólaprófunum og reyndist hafa brillerað í byggingarlistasögu. Iðnskólinn í Reykjavík er algjör draumur.

Spilakvöld...
Ég er farin að finna alveg óstjórnlega löngun til þess að hafa spilakvöld. Og þá helst til þess að spila Catan. Það er spil sem ég elska, þrátt fyrir að ég hafi bara spilað kennsluspilið hálfu sinni ;). Það er þess vegna spurning hvort ég hóa ekki í einhverjar vinkur til þess að sprella með mér.