miðvikudagur, janúar 28, 2004

Nýtt útlit...
Gamla útlitið á síðunni var farið að fara ansi mikið í mínar fínustu. Og endurlitunarmöguleikar template-anna sem Blogspot býður upp á eru ekki neitt sérstaklega miklir. Fyrir utan það að það var enginn áskorun lengur í að fikta í því. Svo ég áttaði mig á því að róttækra aðgerða var þörf. Síðan þurfti að endurfæðast. Og það hefur hún gert, guði sé lof. Og hver veit nema ég verði duglegri að blogga í skemmtilegra umhverfi!

Commentakerfi...
En eins og sjá má þá reyndist mér erfitt að setja commenta kerfið inn á síðuna. Það verður því bara að bíða betri tíma og þeir sem að vilja kommenta geta bara geymt kommentin til betri tíma.

Friends...
Uppáhaldsþátturinn minn í öllum heiminum held ég bara. En þar sem að ég hef ekki verið áskrifandi af Stöð 2 í mörg, mörg ár þá hef ég aldrei getað fylgst almennilega með. Ég hef alltaf bara séð einn og einn þátt hjá vinkunum eða þá fengið seríur sem þær eiga lánaðar. En núna loksins, loksins þá er ég að verða með á nótunum. Ég á sjálf 7.seríu og er með 8. í láni. Svo ég þarf eingöngu að verða mér úti um 9. seríu og þá er ég klár í slaginn. Og ekki seinna vænna, því seinasta serían fer í loftið 6. febrúar n.k. Því miður er ég ekki enn komin með Stöð 2 svo að ég verð bara að snapa mér sæti hjá einhverjum sem á afruglara. Það verður sem sagt svona Idol stemmning yfir þessu hjá mér.

mánudagur, janúar 19, 2004

Bloggþurrð...
Nú er vorönn í Iðnskólanum í Reykjavík hafin af krafti. Þegar ég sá stundatöfluna mína fyrst var ég gráti næst því mér leist hreint ekkert á málið. En eftir fyrstu vikuna er komið annað hljóð í skrokkinn. Nú er ég mjög svo ánægð með mína fjögurra daga skólaviku og þriggja daga helgi. Ég er sem sagt vel sátt ;)!

Dansi, dansi dúkkan mín...
Og þar sem maður verður alltaf að taka nýtt ár með trompi, þá ákvað ég að skella mér í leikfimi uppi í Hreyfigreiningu. Það er sko algjör snilli. Þar eru nefnilega svona gönguskíðavélar sem að mér finnst svo gaman að. Og ekki spilla danstímarnir sjálfir fyrir.

Svekkelsi dagsins...
Það kostar 100.000 kr. að fara til Orlando.

Gimmí, gimmí, gimmí!...

Zodiac!

mánudagur, janúar 05, 2004

Jól og nýtt ár...
Gleðileg jól og farsælt nýtt ár! Ég er kannski í seinna lgai með þetta en er mætt engu að síður. Þettar eru búin að vera æðisleg jól og áramót en því miður líður að lokum núna. En ég kvarta ekki. Eða alla veganna ekki mikið :).

Catan...
Ég fékk aldeilis tækifæri til þess að spila þetta nýja uppáhaldsspil mitt, um þessi áramót. Á gamlársdag komu Nína og Marthe nefnilega með það í mat og ég fékk að halda því eftir. Og á nýársdagskveld kom Bryndís í sérlega Catan-spilaheimsókn og þá varð nú glatt á hjalla!

Kvóti dagsins...
- Oh, Rexy! You're so sexy!