Nýtt útlit...
Gamla útlitið á síðunni var farið að fara ansi mikið í mínar fínustu. Og endurlitunarmöguleikar template-anna sem Blogspot býður upp á eru ekki neitt sérstaklega miklir. Fyrir utan það að það var enginn áskorun lengur í að fikta í því. Svo ég áttaði mig á því að róttækra aðgerða var þörf. Síðan þurfti að endurfæðast. Og það hefur hún gert, guði sé lof. Og hver veit nema ég verði duglegri að blogga í skemmtilegra umhverfi!
Commentakerfi...
En eins og sjá má þá reyndist mér erfitt að setja commenta kerfið inn á síðuna. Það verður því bara að bíða betri tíma og þeir sem að vilja kommenta geta bara geymt kommentin til betri tíma.
Friends...
Uppáhaldsþátturinn minn í öllum heiminum held ég bara. En þar sem að ég hef ekki verið áskrifandi af Stöð 2 í mörg, mörg ár þá hef ég aldrei getað fylgst almennilega með. Ég hef alltaf bara séð einn og einn þátt hjá vinkunum eða þá fengið seríur sem þær eiga lánaðar. En núna loksins, loksins þá er ég að verða með á nótunum. Ég á sjálf 7.seríu og er með 8. í láni. Svo ég þarf eingöngu að verða mér úti um 9. seríu og þá er ég klár í slaginn. Og ekki seinna vænna, því seinasta serían fer í loftið 6. febrúar n.k. Því miður er ég ekki enn komin með Stöð 2 svo að ég verð bara að snapa mér sæti hjá einhverjum sem á afruglara. Það verður sem sagt svona Idol stemmning yfir þessu hjá mér.
miðvikudagur, janúar 28, 2004
Gerast áskrifandi að:
Comment Feed (RSS)
|