mánudagur, janúar 19, 2004

Bloggþurrð...
Nú er vorönn í Iðnskólanum í Reykjavík hafin af krafti. Þegar ég sá stundatöfluna mína fyrst var ég gráti næst því mér leist hreint ekkert á málið. En eftir fyrstu vikuna er komið annað hljóð í skrokkinn. Nú er ég mjög svo ánægð með mína fjögurra daga skólaviku og þriggja daga helgi. Ég er sem sagt vel sátt ;)!

Dansi, dansi dúkkan mín...
Og þar sem maður verður alltaf að taka nýtt ár með trompi, þá ákvað ég að skella mér í leikfimi uppi í Hreyfigreiningu. Það er sko algjör snilli. Þar eru nefnilega svona gönguskíðavélar sem að mér finnst svo gaman að. Og ekki spilla danstímarnir sjálfir fyrir.

Svekkelsi dagsins...
Það kostar 100.000 kr. að fara til Orlando.

Gimmí, gimmí, gimmí!...

Zodiac!