sunnudagur, júní 20, 2004

Silly Billy
Helgin var með afbrigðum góð. Á afmælisföstudaginn var talað við margt skemmtilegt fólk og þar sem afmæliskvöldverður með ömmum og familíu frestaðist þá var pizza frá Pizza Kofanum snædd með bestu lyst. Eftir mat og letilæti var mín véluð í ísbíltúr með Daybright, Lísu skvísu og Kötu. Ísinn og félagsskapurinn svíkur sjaldan ;).
Laugardagurinn var bara rólegheit þar til matarboð hjá Eyrúnu hófst um kvöldið. Frábær pizza, frábært fólk, frábært spil og enn betri sull...eee, skemmtiatriði ;)! Mikið hlegið, mikið gaman.
Og núna í kveld var afmælismatarboð með ömmunum og familíunni (mínus golfarinn) þar sem svínalundir, kartöflur og piparostasósa voru etin með góðri lyst. Í alla staði mjög góð helgi.

Ammlisgóss
Það er ekkert afmælisblogg án útlistunar á gjöfum, svona fyrir Kanana mína ;). Ég fékk sem sagt þetta:
Bækur: Dóttir gæfunnar eftir Isabel Allende og Oliver Twist eftir Dickens
Bolur: Stuttmabolur úr Dogma með mynd af The Clash.
Skartgripur: Silfurnæla
Og svo ýmislegt sem ekki hefur verið ákveðið enn :).

Tilvitnunin

-If ? If is good!
(Hint: lítill grænn henchman með oddmjóan haus og lítill, bleikur og feitur henchman.)

Ef einhver veit úr hvaða mynd þetta er, þá er hann snillingur...nema Björg sem má ekki vera með, tíhíhí!