Aaaaaah...
Einn af ljósu punktunum við sumarvinnu er sá að helgarnar verða mun dýrmætari en ella. Ólíkt vetrarhelgum þá eru sumarhelgar bara til afslöppunar. Verkefnum, prófum og heimalærdómi er skipt út fyrir vídjógláp, sumarbústaðaferðir og lestur góðra bóka.
Á föstudaginn fór ég að sjá Rómeó og Júlíu með systkinum og vinum. Þrátt fyrir að ég væri að sjá þetta í annað skiptið þá olli það engum vonbrigðum. Gjörsamlega engum. Og ég, sem er þekkt fyrir að finna eitthvað að öllu, sérstaklega bíómyndum og leikritum fann barasta ekkert að þessari uppfærslu. Ekki neitt! Ef þú, lesandi góður, ert ekki búinn að fara og sjá þetta leikrit, þá skaltu kaupa þér miða ekki seinna en í gær!
sunnudagur, júní 13, 2004
Gerast áskrifandi að:
Comment Feed (RSS)
|