Vinnublogg!
Fyrsta bloggið úr tölvu á H.N.E. Endilega óskið mér til hamingju með það! Ég er nú reyndar ekki orðin ritari ennþá en í dag er ég samt í ritaraþjálfun. Og mér sýnist á öllu að ég myndi frekar bara vilja vera tæknimaður í allt sumar. Ritarar þurfa nefnilega að vera að hlaupa í símann þegar hann hringir og síminn á þessari deild hringir allan liðlangan daginn. Það er kraftaverki líkt að hann hefur ekkert hringt á meðan ég skrifa þetta! En hér er gott að vinna þrátt fyrir óskir um styttri vinnutíma séu mér ofarlega í huga. Andrúmsloftið er nefnilega svo vinsamlegt að ég hef barasta aldrei kynnst öðru eins. Manni líður bara vel hérna svo að það mun ekkert væsa um mig í sumar :).
föstudagur, júní 04, 2004
Gerast áskrifandi að:
Comment Feed (RSS)
|