sunnudagur, september 19, 2004

Sigillum Universitatis Islandiae
Nám í háskóla er ólíkt öllu öðru námi sem ég hef reynt. Það er krafist meira af manni, maður stressar sig frekar yfir hlutunum og lítil sem engin vægð er sýnd aumum nemendum á fyrsta ári í enskuskori. Eða það hélt ég. Kennararnir reyndust svo bara vera ósköp venjulegt fólk með lítil sem engin horn. Klaufir og hala get ég ekki dæmt um þar sem ég mun vonandi aldrei sjá neinn kennara minna nakinn eða skólausan. Kröfurnar og stressið reyndust hins vegar vera á rökum reist svo ég var tilneydd að segja mig úr einum kúrsinum. Reyndar líkaði mér ekki sá kúrs svo ég tapaði nú ekki miklu. Að öðru leyti er ég að fíla mig sem háskólanema. Sérstaklega þar sem ég hitti fyrir tvo fyrrum MR-inga í enskunni svo að nú sit ég ekki ein úti í horni, borandi í nefið af einskærri minnimáttarkennd. Það er alltaf betra að vera fleiri en einn í skólanum þó að fáir nái að slá MR~Friends út ;).

Status
Þessa helgi horfði ég á fjórar spólur og lék mér í tölvuleik í ótalda klukkutíma. Þar af leiðandi á ég ekkert líf. Hins vegar hef ég séð ansi margar bíómyndir og er mjög góð í Sims 2. Er það eitthvað til að vera stolt af?

Nota Bene
Ringenes Herre er gífurlega dramatísk mynd.