Some people stand in the darkness
Á föstudaginn tókum við frænkurnar okkur til og héldum nostalgíu kvöld. Þar horfðum við á spólu sem við höfðum beðið í heilt ár eftir að sjá, en það var myndin Baywatch Hawaiian Wedding. Við horfðum nefnilega alltaf á Baywatch þegar við vorum litlar og skemmtum okkur síðan við að leika Baywatch í snjósköflum og sundlaugum fyrir norðan...Myndin reyndist vera schnilld í öðru veldi, aðallega vegna þess að við tókum gönguferð niður Memory Lane við að horfa á hana.
Pamela Andersson í gallastuttbuxum og bundnum topp standandi berfætt á stein í miðri á spilandi á saxófón. Gerist það betra ;)?
föstudagur, september 17, 2004
Gerast áskrifandi að:
Comment Feed (RSS)
|