mánudagur, nóvember 29, 2004

Flavermus
Ég ætla til Danaveldis í febrúar. Húrra, húrra, húrra! Ég mun ferðast með föðurömmu minni og gista með henni á hóteli. Það verður meiriháttar tjútt að fara á söfn með ömmu. Hún veit allt um allt held ég bara. Auk þessa mun ég heimsækja fjölskylduna mína úti og svo að sjálfsögðu Jóhönnu danadrottningu og sprella eitthvað með henni. Og fá að kíkja í vonandi tilvonandi skólann minn í leiðinni. Allt þetta, auk verslunargleði á Strikinu, gerir ferð til Köben að meiriháttar ævintýri, þó að um vetur sé :)!

Stoooooopid
Ég er að blogga þegar ég á að vera að læra. Ég í hnotskurn.

fimmtudagur, nóvember 18, 2004

Shooooosh
Ég var að vinna mitt fyrsta uppboð á Ebay. Það er rosaleg adrenalínsprauta, sérstaklega seinustu sekúndurnar. Skyldi einhver yfirbjóða mig? Refresh-ar síðan mín of hægt? Af hverju keypti ég þetta ekki úti í búð? Spurningarnar hellast alveg hreint yfir mann! Ég var sem sagt að vinna bókina Abarat eftir Clive Barker. Hún er harðspjalda, fæst ekki hér á landi, kostar einungis 1.700 kr. í stað 3.000 kr. út úr íslenskri búð og síðast en alls ekki síst: Hún er árituð af höfundi. Men, hvað ég er lukkuleg!

Breytingar
Já, prófunum mínum slúttar þann 13. desember í stað þess 18. sama mánaðar. Ýmsar ákvarðanir voru teknar sem hafði þessi aukaáhrif. Mín er vel sátt get þá bara föndrað tvöfalt meira en venjulega. Hvað er aftur 2 sinnum 0?

sunnudagur, nóvember 14, 2004

Skírn!
Litli kútur var skírður í morgun. Ég missti af því og er þess vegna önnur tveggja ömurlegustu frænkna á jarðríki. Ég náði samt partinum í athöfninni þegar allir stóðu upp, settu handleggina upp í loft og kölluðu 'Hallelúja!' af mikilli innlifun. Samt var þetta enginn sértrúarsöfnuður eða neitt, nema Fríkirkjan í Reykjavík teljist til þeirra. Er ekki með alveg allt á hreinu í því máli. Anyways...Til hamingju með daginn, Guðmundur Ómar :)!

Veðurblíða?
Það vefst fyrir mér, á dögum eins og þessum, af hverju í andsk***num ég bý ekki á Hawaii eða í Ástralíu eða e-u öðru 'Sumarlandi' eins og það var kallað í dag. Er einhver með góða ástæðu fyrir því af hverju ég er ekki löngu flutt af landi brott?

Supercalifragilisticexpialidocius!
Ég ætla að læra japönsku, fara til Köben og Edinborgar að heimsækja fólk, kaupa mér flott föt, fara að hreyfa mig reglulega, vera ekki veik, dreyma eðlilega, sleppa því að borða það sem ég má ekki borða og horfa minna á sjónvarpið. Sem sagt vera practically perfect in every way! En þú?

þriðjudagur, nóvember 02, 2004

Próftöflur
Ég var að komast að því hvernig prófin mín verða þetta árið. Iðnskólinn er ljúfur sem fyrri daginn og þar klára ég 3. desember. En hvað gerir þá Háskólinn? Jú, mín próf eru 13. til 18. desember. Hvað er ég að gera í þeim skóla, ég bara spyr? Í alvöru, hvað var ég að pæla?

Verkefnaflóð
Þetta verður augljóslega skólafærsla út í gegn. Nú hrynja yfir mig verkefni í Iðnskólanum auk þess sem ég sit sveitt við að ná samnemendum mínum í enskunni. Breskar bókmenntir eru sko ekkert grín þó ég hafi haldið að sá kúrs yrði eins og að drekka vatn fyrir mig. Dramb er falli næst, gott fólk!

Saumó
Helmingurinn af saumaklúbbnum mínum skellti sé í sumarbústað um helgina. Það var mjög svo gaman þrátt fyrir að mín væri illa upplögð. Við spiluðum, hlógum og átum ALLTOF mikið af gölluðu gotteríi á verksmiðjuverði. Við stoppuðum á Selfossi á leiðinni og fengum okkur að borða á Pizza 67. Þar fékk ég mér pizzu með sveppum sem að brögðuðust skringilega. Enda kom í ljós að mér var óglatt allt heila kvöldið og nóttina. Mórall sögunnar er: ekki fá þér sveppi á pizzuna þína hjá Pizza 67 á Selfossi. Aldrei að vita nema þeir komi af næstu umferðareyju ;)!