Shooooosh
Ég var að vinna mitt fyrsta uppboð á Ebay. Það er rosaleg adrenalínsprauta, sérstaklega seinustu sekúndurnar. Skyldi einhver yfirbjóða mig? Refresh-ar síðan mín of hægt? Af hverju keypti ég þetta ekki úti í búð? Spurningarnar hellast alveg hreint yfir mann! Ég var sem sagt að vinna bókina Abarat eftir Clive Barker. Hún er harðspjalda, fæst ekki hér á landi, kostar einungis 1.700 kr. í stað 3.000 kr. út úr íslenskri búð og síðast en alls ekki síst: Hún er árituð af höfundi. Men, hvað ég er lukkuleg!
Breytingar
Já, prófunum mínum slúttar þann 13. desember í stað þess 18. sama mánaðar. Ýmsar ákvarðanir voru teknar sem hafði þessi aukaáhrif. Mín er vel sátt get þá bara föndrað tvöfalt meira en venjulega. Hvað er aftur 2 sinnum 0?
fimmtudagur, nóvember 18, 2004
Gerast áskrifandi að:
Comment Feed (RSS)
|