sunnudagur, nóvember 14, 2004

Skírn!
Litli kútur var skírður í morgun. Ég missti af því og er þess vegna önnur tveggja ömurlegustu frænkna á jarðríki. Ég náði samt partinum í athöfninni þegar allir stóðu upp, settu handleggina upp í loft og kölluðu 'Hallelúja!' af mikilli innlifun. Samt var þetta enginn sértrúarsöfnuður eða neitt, nema Fríkirkjan í Reykjavík teljist til þeirra. Er ekki með alveg allt á hreinu í því máli. Anyways...Til hamingju með daginn, Guðmundur Ómar :)!

Veðurblíða?
Það vefst fyrir mér, á dögum eins og þessum, af hverju í andsk***num ég bý ekki á Hawaii eða í Ástralíu eða e-u öðru 'Sumarlandi' eins og það var kallað í dag. Er einhver með góða ástæðu fyrir því af hverju ég er ekki löngu flutt af landi brott?

Supercalifragilisticexpialidocius!
Ég ætla að læra japönsku, fara til Köben og Edinborgar að heimsækja fólk, kaupa mér flott föt, fara að hreyfa mig reglulega, vera ekki veik, dreyma eðlilega, sleppa því að borða það sem ég má ekki borða og horfa minna á sjónvarpið. Sem sagt vera practically perfect in every way! En þú?