föstudagur, apríl 29, 2005

How handy!
Jahá! Það er sem sagt hægt að kaupa íslenskt nammi og gos á netinu og láta senda til útlanda. Sneddí! Fólkið sem á Nammi.is ætti samt að auglýsa meira held ég...

Don't stop me now!
Miði til Edinborgar er kominn í hús. Þetta er allt að gerast. Nú er bara að massa próf og verkefnaskil og koma sér í sumarfrí. Þá fer ég og kaupi mér hjól. Með körfu.


< Rant begins >
Það sló mig í dag (úff, enskuskotinn andskoti!) hversu margar litlar stelpur (sem virðast ekki hafa mætt í einn einasta stafsetningartíma á sínum stutta skólaferli) blogga. Ég játa nú að ég sjálf er engin mannvitsbrekka og hef kannski ekkert áhugavert að segja fyrir aðra en mína nánustu en fyrr má nú aldeilis fyrr vera! Persónulega finnst mér sorglegt að lesa blogg þar sem tólf-þrettán ára smástelpur eru að lýsa því yfir hversu fullar þær voru í þessu og þessu partýi og hversu mörgum strákum þær hafa sofið hjá. Og það skiptir ekki máli hvort þetta sé bara til að vera kúl í augum annarra krakka. Tólf ára krökkum á ekki að finnast kúl að drekka og sofa hjá hverjum sem er. Mér verður bara illt!
< Rant ends >