þriðjudagur, júní 03, 2003

Sögulegt vinnublogg
Hlýtur að teljast sögulegt á sama hátt og fyrsta skólabloggið. En mér finnst mjög gaman að vera að skrifa blogg í vinnunni. Á minni eigin vinnu-tölvu. Oh, ég er svo cool!

Fráhvarfseinkenni
Ég hef ekki komist í tæri við góða bók í heilar 6 vikur og mér er farið að líða virkilega illa. Reyndar fann ég nýja Lucifer bók á bókasafninu í gær en hún dugir nú skammt. Á sumrin á maður að lesa góðar bækur í tonnatali, fara í bíó og horfa ótæpilega mikið á sjónvarp/video/DVD. Mér gengur því miður ekki nógu vel að uppfylla þessar kröfur sumarsins á tíma minn, þ.e. ég hef enga góða bók lesið, á ekki pening fyrir bíóferðum og það er bara ekkert skemmtilegt í sjónvarpinu/videoinu/DVD-inu. Ég fór nú reyndar á Matrix Reloaded með rauðhærða tvíburanum en varð fyrir dálitlum vonbrigðum. Ég býst við meira af Matrix en 27 kílómetra löngu dans/kynlífs-atriði þar sem EKKERT var að gerast. Og þetta var meira en lítið væmin mynd. Væmnari en fyrri myndin, sem var þó óþarflega væmin. Ég segi ekki meir enda eitthvað fólk til sem er ekki búið að sjá myndina.

Kvóti dagsins
-Do ye think he's compensating fer something?