mánudagur, febrúar 09, 2004

Hæ, hó! Hæ, hó! Við höfum fengið nóg...
Já, ég hafði sko aldeilis fengið nóg af gamla tölvugreyinu heima. Og einmitt þá, á ögurstundu, kom súpertölvukallinn (aka. pabbi) og reddaði málunum! Nú eigum við nýja og fína tölvu með hröðu og fínu ADSl-i og stórum og góðum hörðum disk. Nú er bara eftir að bíða og sjá hvort gamli harði diskurinn, með öllum myndum undirritaðrar, hafi bjargast úr tölvuslysinu mikla og fræga. Við bíðum spennt!

Snilldin...
Ég er ÓGEÐSLEGA klár í AutoCAD. Egóið ætlar mig lifandi að drepa.

Hugleiðingin...
Af hverju segir maður að eitthvað: "...ætli mann lifandi að drepa!"
Ef eitthvað á að drepa mann, verður maður þá ekki að lifandi áður en það er gert? Er kannski hægt að drepa mann dauðann? Reyndar hljómar setningin,
"Hann ætlaði mig dauðann að drepa!", ekkert sérstaklega eðlilega svo kannski er það skýringin...