Bolla, bolla, bolla...
Já, bolludagurinn var á mánudaginn og var það vel. Hér á heimilinu var tekið forskot á sæluna á sunnudeginum og sultu og rjóma skellt í keyptar (en mjög góðar) vatnsdeigsbollur með súkkulaði ofan á. Á bolludaginn sjálfan borðaði ég svo enn fleiri bollur og þá var sérstaklega vinsælt að mamma skyldi búa til púns. Minns finnst nefnilega rjómi ógeð á öðru en vöfflum og pönnukökum.
Sprengidagur með meiru...
Nú má ekki gleyma sprengideginum á þriðjudaginn var. Saltkjöt og baunir er eitthvað það besta sem ég fæ og ég borðaði því á mig gat eins og á að gera. Eftir matinn ákvað ég að skella mér á Kópavogssafn og skila bókum og öðrum safnkosti (sem er n.b. mjög skrýtið orð). Ég var bara að dunda mér við að læra á safnið og skoða bækur þegar að það slokknar á ljósunum í safninu. Ég flýtti mér að afgreiðslunni og þar voru bókasafnsverðir að fara í yfirhafnir. Ég spurði hvort að það væri búið að loka og þær hrukku allar í kút. Klukkan var sem sagt EINA mínútu yfir lokunartíma og þær tjékka ekkert hvort að allir séu komnir út úr safninu. Og þar sem þær voru á leiðinni út þá munaði nú ekki miklu að ég lokaðist inni í annarri heimsókn minni á safnið :) !
Gleði dagsins...
Orlando er aftur inni í myndinni. Það kemur svo bara í ljós hvort hann heldur sig þar eða flýr aftur ;) !
fimmtudagur, febrúar 26, 2004
sunnudagur, febrúar 22, 2004
Gigli...
Já, um daginn fékk Bryndís vinka boðsmiða á bíómyndina Along came Polly. Við skunduðum því fullar tilhlökkunar upp í Álfabakka og ætluðum sko að skemmta okkur ærlega. En viti menn, það var uppselt. Og stelpan í afgreiðslunni sagði okkur að Þessir miðar hefðu verið sendir á öll heimili sem eiga viðskipti við Símann. Óóóóókei, ég þekki engan annan en Bryndísi sem fékk svona og samt á mitt heimili viðskipti við Símann. Skandall!
En þar sem við skakklöppuðumst vonsviknar heim, ákváðum við að gera gott úr öllu saman og leigja bara vídjó. Og myndirnar Alex & Emma og Gigli urðu fyrir valinu. Alex & Emma reyndist voða fín en Gigli...ja, ég held ég geti sagt, með nokkurri vissu, að Gigli sé LÉLEGASTA mynd sem ég hef nokkurn tíma séð. Það var alveg rosalegt að horfa á hana. En sem betur fer var hún fríspóla svo ég sé ekki eftir neinum peningum :) !
McFlurry...
Já, svona er það þegar maður vafrar um netið án þess að leita að neinu sérstöku. Þá finnur maður gjarnan skrýtna og/eða skemmtilega hluti sem deila má með öðrum. Þetta apparat hér fyrir neðan fann ég á síðu Toys R Us og fannst það alveg gífurlega amerískt ;).
McFlurry-vélin! Tilvalin til að búa til McFlurry ef að maður er of latur til að ganga þessa 50 metra yfir á næsta McDonalds...
miðvikudagur, febrúar 18, 2004
Skyndipróf...
Í dag var skellt skyndiprófi á okkur í AutoCAD tíma. Mér fannst ganga mjög vel en engu að síður reynir nú á fullyrðingu mína um rosalega færni í AutoCAD.
Hreyfing...
Haldiði að ég sé ekki bara orðin dugleg að fara í ræktina. Ú, je beibe! Hvað ég elska gönguskíðavélar!
Himnaríki...
Einhvern veginn tókst mér að verða tuttugu vetra án þess að fatta að ég gæti fengið mér bókasafnsskírteini í öðrum bæjarfélögum. En ekki lengur! Nú er ég stoltur handhafi skírteinis í bókasafni Kópavogs og prísa mig sæla með það. Hugsið ykkur, ókannaðar víddir bóka, tölvuleikja, tímarita og myndasagna. Já, ég held barasta að ég sjái ljósið við enda ganganna!
mánudagur, febrúar 09, 2004
Hæ, hó! Hæ, hó! Við höfum fengið nóg...
Já, ég hafði sko aldeilis fengið nóg af gamla tölvugreyinu heima. Og einmitt þá, á ögurstundu, kom súpertölvukallinn (aka. pabbi) og reddaði málunum! Nú eigum við nýja og fína tölvu með hröðu og fínu ADSl-i og stórum og góðum hörðum disk. Nú er bara eftir að bíða og sjá hvort gamli harði diskurinn, með öllum myndum undirritaðrar, hafi bjargast úr tölvuslysinu mikla og fræga. Við bíðum spennt!
Snilldin...
Ég er ÓGEÐSLEGA klár í AutoCAD. Egóið ætlar mig lifandi að drepa.
Hugleiðingin...
Af hverju segir maður að eitthvað: "...ætli mann lifandi að drepa!"
Ef eitthvað á að drepa mann, verður maður þá ekki að lifandi áður en það er gert? Er kannski hægt að drepa mann dauðann? Reyndar hljómar setningin,
"Hann ætlaði mig dauðann að drepa!", ekkert sérstaklega eðlilega svo kannski er það skýringin...