Bolla, bolla, bolla...
Já, bolludagurinn var á mánudaginn og var það vel. Hér á heimilinu var tekið forskot á sæluna á sunnudeginum og sultu og rjóma skellt í keyptar (en mjög góðar) vatnsdeigsbollur með súkkulaði ofan á. Á bolludaginn sjálfan borðaði ég svo enn fleiri bollur og þá var sérstaklega vinsælt að mamma skyldi búa til púns. Minns finnst nefnilega rjómi ógeð á öðru en vöfflum og pönnukökum.
Sprengidagur með meiru...
Nú má ekki gleyma sprengideginum á þriðjudaginn var. Saltkjöt og baunir er eitthvað það besta sem ég fæ og ég borðaði því á mig gat eins og á að gera. Eftir matinn ákvað ég að skella mér á Kópavogssafn og skila bókum og öðrum safnkosti (sem er n.b. mjög skrýtið orð). Ég var bara að dunda mér við að læra á safnið og skoða bækur þegar að það slokknar á ljósunum í safninu. Ég flýtti mér að afgreiðslunni og þar voru bókasafnsverðir að fara í yfirhafnir. Ég spurði hvort að það væri búið að loka og þær hrukku allar í kút. Klukkan var sem sagt EINA mínútu yfir lokunartíma og þær tjékka ekkert hvort að allir séu komnir út úr safninu. Og þar sem þær voru á leiðinni út þá munaði nú ekki miklu að ég lokaðist inni í annarri heimsókn minni á safnið :) !
Gleði dagsins...
Orlando er aftur inni í myndinni. Það kemur svo bara í ljós hvort hann heldur sig þar eða flýr aftur ;) !
fimmtudagur, febrúar 26, 2004
Gerast áskrifandi að:
Comment Feed (RSS)
|