miðvikudagur, febrúar 18, 2004

Skyndipróf...
Í dag var skellt skyndiprófi á okkur í AutoCAD tíma. Mér fannst ganga mjög vel en engu að síður reynir nú á fullyrðingu mína um rosalega færni í AutoCAD.

Hreyfing...
Haldiði að ég sé ekki bara orðin dugleg að fara í ræktina. Ú, je beibe! Hvað ég elska gönguskíðavélar!

Himnaríki...
Einhvern veginn tókst mér að verða tuttugu vetra án þess að fatta að ég gæti fengið mér bókasafnsskírteini í öðrum bæjarfélögum. En ekki lengur! Nú er ég stoltur handhafi skírteinis í bókasafni Kópavogs og prísa mig sæla með það. Hugsið ykkur, ókannaðar víddir bóka, tölvuleikja, tímarita og myndasagna. Já, ég held barasta að ég sjái ljósið við enda ganganna!