sunnudagur, febrúar 22, 2004

Gigli...
Já, um daginn fékk Bryndís vinka boðsmiða á bíómyndina Along came Polly. Við skunduðum því fullar tilhlökkunar upp í Álfabakka og ætluðum sko að skemmta okkur ærlega. En viti menn, það var uppselt. Og stelpan í afgreiðslunni sagði okkur að Þessir miðar hefðu verið sendir á öll heimili sem eiga viðskipti við Símann. Óóóóókei, ég þekki engan annan en Bryndísi sem fékk svona og samt á mitt heimili viðskipti við Símann. Skandall!
En þar sem við skakklöppuðumst vonsviknar heim, ákváðum við að gera gott úr öllu saman og leigja bara vídjó. Og myndirnar Alex & Emma og Gigli urðu fyrir valinu. Alex & Emma reyndist voða fín en Gigli...ja, ég held ég geti sagt, með nokkurri vissu, að Gigli sé LÉLEGASTA mynd sem ég hef nokkurn tíma séð. Það var alveg rosalegt að horfa á hana. En sem betur fer var hún fríspóla svo ég sé ekki eftir neinum peningum :) !

McFlurry...
Já, svona er það þegar maður vafrar um netið án þess að leita að neinu sérstöku. Þá finnur maður gjarnan skrýtna og/eða skemmtilega hluti sem deila má með öðrum. Þetta apparat hér fyrir neðan fann ég á síðu Toys R Us og fannst það alveg gífurlega amerískt ;).



McFlurry-vélin! Tilvalin til að búa til McFlurry ef að maður er of latur til að ganga þessa 50 metra yfir á næsta McDonalds...