Akureyri taka 2...
Það reyndist vera dálítið af snjó í Hlíðarfjalli svo að við gátum sýnt tilþrif í hálfslöppu færi. Það r sem skíðin mín eru biluð voru leigð handa mér carving skíði og þvílíkur munur! Ég ætla svo innilega að fá mér þannig. Reyndar var ég bara á skíðum annan daginn því á sunnudaginn var svo klikkað veður að ég barasta treysti mér ekki upp í fjall. Og á leiðinni heim, vá! Ég hélt að bíllinn myndi fjúka þegar við keyrðum í 21 m/s uppi á Holtavörðuheiði. Mikið ævintýri.
Já, og nokkurn vegin svona leit Hlíðarfjall út um helgina:
þriðjudagur, mars 09, 2004
Gerast áskrifandi að:
Comment Feed (RSS)
|