Hárið...
Nei, ekki hárið á mér, þó svo að ég sé nýkomin úr klippingu. Ég meina myndina Hárið, einhverja bestu söngleikja mynd sem gerð hefur verið! Hún var einmitt að koma í hús frá the U.S. of A. ásamt The Sound of Music (annarri frábærri mynd) og því verður glatt á hjalla hjá söngglöðu systrunum :). Og þar sem myndin var mætt á svæðið varð ég auðvitað að sýna lit og setja geisladiskinn Hárið í spilarann. Helber schnilld!
Týnd í bókalausri auðn...
Borgarbókasafnið gerði mér þann óleik að loka í heila ellefu daga. Reyndar eru þeir að skipta yfir í MIKLU betra útlánakerfi (sem er ekki DOS-based, hallelúja lofið Drottni) en engu að síður er skrýtið að geta ekki skroppið á bókasafnið. Ég fór reyndar þangað til að birgja mig upp, daginn áður en lokaði, þannig að ég hef svo sem nóg af bókum, en engu að síður vantar eitthvað í tilveruna.
Lagið...
Í spilaranum þessa stundina er lagið Syndir holdsins/lifi ljósið úr söngleiknum Hárinu. Svaka lag. Svaka vel þýddur texti.
sunnudagur, mars 28, 2004
Gerast áskrifandi að:
Comment Feed (RSS)
|