fimmtudagur, mars 04, 2004

Öðruvísi dagar...
Já, í dag og í gær eru öðruvísi dagar í Iðnskólanum í Reykjavík. Allir nemendur á hönnunarbraut þurftu að vera með í undirbúningi fyrir a.m.k. eina vinnustofu og ég var í kaffihúsanefnd. Bakaði ca. 150 bollur og skemmti mér vel við það. Í gær slysaðist ég svo inn í vinnustofu í bókbandi og kom ekkert út þaðan aftur. Vá, hvað það var gaman! Ég bjó til mína fyrstu bók og er alveg rosalega stolt af henni!

Akureyri...
Á morgun skundum við fjölskyldan og ýmist vinafólk hennar á Akureyri. Þetta á náttúrulega að vera skíðaferð en sökum snjóleysis verður bara slappað af og veðurguðunum færðar fórnir.



Á skíðum skemmt' ég mér, tralalalala, tralalalala, tralalala!