miðvikudagur, mars 24, 2004

Kvef og læti...
Ég er nú stigin uppúr úr veikindunum eins og fönix úr ösku. Líkt og endurfædd og til í hvað sem er. Núeh, eða ekki. En ég er þó loksins komin í skólann og skemmti mér ágætlega í AutoCAD tíma. Og ég má til með að deila því með alþjóð að ég svaf í heila níu (!) klukkutíma í nótt. Geri aðrir betur!

Tónleikastand...
Mig langar að skella mér á meirihlutann af tónleikunum sem verða á næstunni. Hefði meira að segja alveg viljað fara á Sugababes til að vökva gelgjuna í mér. En löngunin er samt mun meiri að fara á tónleika hjá Pixies, Placebo og slíku og hvað ég hefði viljað hlusta á Damien Rice live. Það er svakalegt að vera svo útúr umheiminum að maður veit ekkert hvað er að gerast, fyrr en það er búið :(.

Ég elska þig, þótt þú sért úr steini...
Þar sem ég átti inneignarnótu í Hagkaupum ákvað ég að gera eitthvað sem ég geri MJÖG sjaldan. Ég keypti mér eitt stykki spánnýjan geisladisk. Og svo annan ekki alveg jafnnýjan :). Fyrri diskurinn er enginn annar en Placebo: Sleeping with ghosts og hann venst mjög vel. En það er seinni diskurinn sem að stendur upp úr. Já, og tilvitnunin að ofan er einmitt af honum. Diskurinn Borgarbragur er snilldin ein. Við áttum svoleiðis hljómplötu (já, hljómplötu!) þegar ég var lítil og það var mikið dansað og sungið með þeirri plötu í den! Og alltaf af og til yfir árin, höfum við systurnar fengið brot úr lögum á heilann. Og nú loksins getum við sungið heil lög, með textann fyrir framan okkur, diskinn í tækinu og hátalarana í botni! Vúhú, segi ég nú bara! Og í tilefni dagsins ætla ég að setja textabrot úr lagi hér fyrir neðan...

Vesturgata
Hann afi minn gekk um á alræmdum flókaskóm
með albönskum hrágúmmísólum sem skelltu í góm.
Hann klæddist vínrauðum náttfötum nótt jafnt sem dag
og nótaði í örsmáar kompur stef eða lag.
Og þeir Steingrímur rakari hlustuðu á Händel og Bach
og horfðu á skýin og sögðu í lotningu: Takk!

...

Víðast í heiminum heyrist nú urgur og kíf.
Hvar er vor draumur um fegurra og betra líf?
Erum við öllsömul dauðadæmt drullupakk?
Er takmarkið kannski að deyða þá Händel og Bach?

Ó, hlustaðu bróðir, ég strengina varlega strýk;
helgnýrinn þagnar, þín sál verður aftur rík.
Sittu hjá mér, hlustum á Händel og Bach
og horfum á skýin og segjum í lotningu: Takk!