miðvikudagur, júlí 07, 2004

Hæ!
Manstu eftir mér? Ég heiti Kristín og ég skrifa stundum eitthvað bull á þessa síðu. Ekki? Nú, jæja ég get sjálfri mér um kennt...

Video-fíkillinn snýr aftur
Eftir að Bryndísin fór erlendis (úff, grænar bólur!) varð mikil lægð í video-, sjónvarps- og bíóglápi mínu. Ég veit nú ekki hvort ég á að gráta það eða ekki en eftir þessa helgi er ég komin aftur til leiks! Það atvikaðist þannig að Eyrún og Anna Lísa véluðu mig til að horfa á video með sér. Myndirnar Freaky Friday og Jet Lag urðu fyrir valinu og þóttu góð skemmtun. Ég hafði nú reyndar séð þær báðar áður en þær versnuðu alls ekki við nánari kynni.
Á laugardagskvöldinu vorum við Björg svo með heljarinnar skemmtikvöld þar sem góður matur, góður félagsskapur og góðar myndir voru í algleymingi. Reyndar voru ekki allar myndirnar góðar (Scary Movie 3 er off, gott fólk!) en það er sama, kvöldið var frábært fyrir því :). Og ég leyfi mér að mæla heilshugar með myndunum Jet lag og Secondhand Lions. Brill, bara brill.

Dagurinn í dag...
...er tileinkaður fólki sem segist ætla að versla sér eitthvað, að einhver hafi farið erlendis eða til Portúgals. PortúgaL, gott fólk! PortúgaL!