Evróvisjón deluxe!
Ég er mjög ánægð með úrslitin þetta árið. Íslenska lagið var lélegt þannig að þó að Jónsi syngi vel þá var bar ekki um neitt annað að ræða en eitt neðstu sætanna. En Úkraína var að gera virkilega góða hluti. Og áttu þar með sigurinn fullkomlega skilið, sérstaklega þar sem hún Rúslana samdi lag, texta og dansa sjálf. Fjölhæft kvendi það.
Sól og sumarfrí
Nú er ég komin í sumarfrí fyrir löngu en samt finnst mér sumarið nýkomið á Klakann. En það er gott að sumarið er komið því að með því komu Hildigunnur og Ingibjörg frá útlöndum :). Því miður fer Bryndís burt í staðinn en það verður bara að hafa það. Ces't la vie (eða hvurnig í fjandanum sem það er skrifað). Og sömuleiðis ætla ég að skreppa til Maríu pæju í the U.S. of A. Svo ég segi bara: Walmart, I'm on my way, baby!
Steik vikunnar
Tvímælalaust myndin Bill & Ted's Bogus Journey. Vanmetið meistaraverk, eða þannig ;). En stórgóð skemmtun hvað sem Óskars-verðlaunum líður og ég hvet þig eindregið að leigja hana ef þú ert einhvern tímann í steikarstuði!
mánudagur, maí 17, 2004
Gerast áskrifandi að:
Comment Feed (RSS)
|