Bird Gehrl...
Mér finnst ég frjáls eins og fuglinn því miðannarpróf eru á enda. Nú þarf ekki að læra fyrir nein stór próf fyrr en í desember sem er bara endalaus hamingja! Verst að jólaprófin standa sem hæst þegar bróðir vor mætir á Klakann en það verður bara að hafa það.
Back to the middle of nowhere...
Vegna tímaskorts hef ég eingöngu horft á tvær af nýju myndunum mínum. Nausicaä og Kiki urðu fyrir valinu og stóðu algjörlega undir væntingum mínum til þeirra. Reyndar fær maður nett á tilfinninguna að þeir hafi verið of seinir með skilin og bara skellt endanum einhvern veginn á Nausicaä. Ætli mér finnist það ekki bara vegna þess að ég hef lesið bækurnar og ætlaðist þess vegna til að myndin fylgdi sömu sögu. Hvernig sem það er þá mæli ég með þessum myndum fyrir alla. Þær eru jette kjul!
Beeeeestur í ööööllum heiiiiminum...
Ætli ég hafi ekki gert margt skemmtilegt núna seinustu vikur. Verst að ég man ekkert eftir því hvað það var. Skemmtilegt er ekki það sama og merkilegt eftir allt saman. Reyndar plönuðum við Bryndís afmæli fyrir selinn en öll plönin enduðu í útaðborða á Friday's (með stjörnuljósaafmælisís) og í bíó á Wallace & Gromit. Ekki var annað að sjá en að kappinn væri vel sáttur með herlegheitin og spiladósinni frá okkur var vel tekið. Eyrún kom með og var sérlegur hnýta-trefil-fyrir-augun umsjónarmaður kvöldsins.
Lagið...
Þessa dagana er það Both sides now með Joni Mitchell. Alls ekki í meðförum Hildar Völu. Ég bara get ekki tekið hana alvarlega þegar hún syngur um hvað ástin og lífið séu erfið viðureignar. Röddin hennar er bara ekki nógu hrjúf og svo flækist spékoppurinn eitthvað fyrir mér líka. Er hún ekki bara of sweet, greyið?
miðvikudagur, október 26, 2005
laugardagur, október 15, 2005
Góðar fréttir...
Nær algjörlega skemmtanalaus vika skilar sínu. Haldiði ekki að ég hafi fengið 9,5 á miðannar-prófi í Breskum bókmenntum!!! Heillaóskir og peningargjafir eru vel þegnar ;).
...á góðar fréttir ofan
Í fyrradag fékk ég langþráða sendingu frá Asíulöndum fjær. Þetta er pakki frá anime_dvd_club sem seldi mér Studio Ghibli safn af tólf myndum eftir Hayao Miyazaki. Hann er einmitt einn af uppáhalds leikstjórunum mínum, svo nú horfi ég á sjónvarp mér til óbóta. Þ.e.a.s. eftir að öllum prófum er lokið í næstu viku :/!
Heaven can wait we're only watching the skies...
Lagið er Forever Young með Youth Group. Mér er sagt að það sé spilað í seríu þrjú af OC. Gaman að því.
mánudagur, október 10, 2005
sunnudagur, október 09, 2005
Stjarnfræðilega gaman...
Þetta var læri-helgi vetrarins hingað til. Ég held ég hafi aldrei áður verið heima á föstudagskvöldi til að læra fyrir próf. Alla veganna ekki síðan í MR. Ég er mjög ánægð með hversu dugleg ég er og ætlaði að verðlauna sjálfa mig með því að fara á Howl's moving castle í gær. En nei, það var uppselt og þetta var síðasta sýningin. Þ.a.l. fór ég bara heim að læra og var extra dugleg. En viti menn, það kom sér vel að ég hafði lært aukalega um daginn því mér var "boðið" í stjörnuskoðun við Þingvelli. Það var í einu orði sagt: MAGNAÐ! Ætli það sé ekki bara ein besta upplifun lífs míns að fá að skoða stjörnurnar í gegnum alvöru kíki, með fólk í kring sem gat útskýrt allt sem ég velti vöngum um. Mér var m.a. sýnt hvar og hvernig stjörnumerkið tvíburinn er og ég vonast til að hitta það afur á förnum vegi (nú eða stjörnubjartri nóttu). Takk fyrir mig, strákar :).
laugardagur, október 08, 2005
I'm a bird now...
Heldurðu að það sé! Ég bara steingleymi að minnast á mín bestu kaup nýverið. Ég náði, með því að hertaka kennaratölvuna (þó ekki frá Umezawa sensei, því hefði ég ekki þorað), að festa kaup á tveimur miðum á aukatónleikana með Antony & the Johnsons. Ég missti af miðum á fyrri tónleikana þar sem ég komst ekki í tölvu fyrr en 20 mínútum eftir að miðarnir seldust upp. Nú hef ég þó bætt fyrir svekkelsið og er það vel.
fimmtudagur, október 06, 2005
Aulahrollurinn...
...er kominn til að vera. Sá rétt í þessu brot úr "rósaathöfninni" í íslenska Bacherlornum. Ég átti erfitt með að horfa á meira en nokkrar mínútur og læt þessa þætti þar af leiðandi í friði í framtíðinni. Hvað er fólk að hugsa?
Og á svipuðum nótum: María, ef þú lest þetta þá er þetta bara alls ekki nógu gott! Ef þú nennir ekki að fara með mér á kvikmyndahátíð þá er alveg nóg að segja bara frá því, það er algjör óþarfi að flýja alla leið til Tyrklands!
Takk sömuleiðis!
Björgin mín kom færandi hendi frá landi Skota. Diskurinn Takk... með Sigur Rós hefur ekki stoppað í tækinu síðan ég fékk hann í hendurnar (fyrir utan eitt stykki gíslatöku). Þetta er einhver besti diskur sem ég hef nokkurn tímann hlustað á. Og þá sérstaklega lagið Hoppípolla. Það lætur mér líða vel og hressir mig við sama hvað bjátar á. Þegar ég hlusta á það langar mig að fara í stígvél og hoppa í pollunum sem eru víðsvegar þessa dagana. Ertu með?