miðvikudagur, október 26, 2005

Bird Gehrl...
Mér finnst ég frjáls eins og fuglinn því miðannarpróf eru á enda. Nú þarf ekki að læra fyrir nein stór próf fyrr en í desember sem er bara endalaus hamingja! Verst að jólaprófin standa sem hæst þegar bróðir vor mætir á Klakann en það verður bara að hafa það.

Back to the middle of nowhere...
Vegna tímaskorts hef ég eingöngu horft á tvær af nýju myndunum mínum. Nausicaä og Kiki urðu fyrir valinu og stóðu algjörlega undir væntingum mínum til þeirra. Reyndar fær maður nett á tilfinninguna að þeir hafi verið of seinir með skilin og bara skellt endanum einhvern veginn á Nausicaä. Ætli mér finnist það ekki bara vegna þess að ég hef lesið bækurnar og ætlaðist þess vegna til að myndin fylgdi sömu sögu. Hvernig sem það er þá mæli ég með þessum myndum fyrir alla. Þær eru jette kjul!

Beeeeestur í ööööllum heiiiiminum...
Ætli ég hafi ekki gert margt skemmtilegt núna seinustu vikur. Verst að ég man ekkert eftir því hvað það var. Skemmtilegt er ekki það sama og merkilegt eftir allt saman. Reyndar plönuðum við Bryndís afmæli fyrir selinn en öll plönin enduðu í útaðborða á Friday's (með stjörnuljósaafmælisís) og í bíó á Wallace & Gromit. Ekki var annað að sjá en að kappinn væri vel sáttur með herlegheitin og spiladósinni frá okkur var vel tekið. Eyrún kom með og var sérlegur hnýta-trefil-fyrir-augun umsjónarmaður kvöldsins.

Lagið...
Þessa dagana er það Both sides now með Joni Mitchell. Alls ekki í meðförum Hildar Völu. Ég bara get ekki tekið hana alvarlega þegar hún syngur um hvað ástin og lífið séu erfið viðureignar. Röddin hennar er bara ekki nógu hrjúf og svo flækist spékoppurinn eitthvað fyrir mér líka. Er hún ekki bara of sweet, greyið?