Góðar fréttir...
Nær algjörlega skemmtanalaus vika skilar sínu. Haldiði ekki að ég hafi fengið 9,5 á miðannar-prófi í Breskum bókmenntum!!! Heillaóskir og peningargjafir eru vel þegnar ;).
...á góðar fréttir ofan
Í fyrradag fékk ég langþráða sendingu frá Asíulöndum fjær. Þetta er pakki frá anime_dvd_club sem seldi mér Studio Ghibli safn af tólf myndum eftir Hayao Miyazaki. Hann er einmitt einn af uppáhalds leikstjórunum mínum, svo nú horfi ég á sjónvarp mér til óbóta. Þ.e.a.s. eftir að öllum prófum er lokið í næstu viku :/!
Heaven can wait we're only watching the skies...
Lagið er Forever Young með Youth Group. Mér er sagt að það sé spilað í seríu þrjú af OC. Gaman að því.
laugardagur, október 15, 2005
Gerast áskrifandi að:
Comment Feed (RSS)
|