fimmtudagur, október 06, 2005

Aulahrollurinn...
...er kominn til að vera. Sá rétt í þessu brot úr "rósaathöfninni" í íslenska Bacherlornum. Ég átti erfitt með að horfa á meira en nokkrar mínútur og læt þessa þætti þar af leiðandi í friði í framtíðinni. Hvað er fólk að hugsa?
Og á svipuðum nótum: María, ef þú lest þetta þá er þetta bara alls ekki nógu gott! Ef þú nennir ekki að fara með mér á kvikmyndahátíð þá er alveg nóg að segja bara frá því, það er algjör óþarfi að flýja alla leið til Tyrklands!

Takk sömuleiðis!
Björgin mín kom færandi hendi frá landi Skota. Diskurinn Takk... með Sigur Rós hefur ekki stoppað í tækinu síðan ég fékk hann í hendurnar (fyrir utan eitt stykki gíslatöku). Þetta er einhver besti diskur sem ég hef nokkurn tímann hlustað á. Og þá sérstaklega lagið Hoppípolla. Það lætur mér líða vel og hressir mig við sama hvað bjátar á. Þegar ég hlusta á það langar mig að fara í stígvél og hoppa í pollunum sem eru víðsvegar þessa dagana. Ertu með?