sunnudagur, október 09, 2005

Stjarnfræðilega gaman...
Þetta var læri-helgi vetrarins hingað til. Ég held ég hafi aldrei áður verið heima á föstudagskvöldi til að læra fyrir próf. Alla veganna ekki síðan í MR. Ég er mjög ánægð með hversu dugleg ég er og ætlaði að verðlauna sjálfa mig með því að fara á Howl's moving castle í gær. En nei, það var uppselt og þetta var síðasta sýningin. Þ.a.l. fór ég bara heim að læra og var extra dugleg. En viti menn, það kom sér vel að ég hafði lært aukalega um daginn því mér var "boðið" í stjörnuskoðun við Þingvelli. Það var í einu orði sagt: MAGNAÐ! Ætli það sé ekki bara ein besta upplifun lífs míns að fá að skoða stjörnurnar í gegnum alvöru kíki, með fólk í kring sem gat útskýrt allt sem ég velti vöngum um. Mér var m.a. sýnt hvar og hvernig stjörnumerkið tvíburinn er og ég vonast til að hitta það afur á förnum vegi (nú eða stjörnubjartri nóttu). Takk fyrir mig, strákar :).