laugardagur, mars 15, 2008

Lúmsk...
Seinasta vika fór að miklu leyti í að snúa á skötuhjú sem afar erfitt er að gabba. Hér á ég við afmælisóvissuferðahefðina sem skapast hefur á seinustu árum. Sú hefð felur í sér að í kringum afmæli viðkomandi er honum eða henni rænt, bundið er fyrir augun og farið út í óvissuna.

Óvissan hefur nú ekki verið meiri en svo að við höfum alltaf gert það sama, Friday's og bíó. Það stendur jú alltaf fyrir sínu en það má alltaf breyta til.

Þar sem það fórst fyrir að fara með Snorra í óvissuferð í október og líka Bryndísi í desember þá ákvað ég að slá tvær flugur í einu höggi. Reyndar vissi ég það fyrirfram að það væri lítil von til þess að mér tækist a) að fá þau til liðs við mig, sitt í hvoru lagi og án þess að vekja grunsemdir og b) að kjafta ekki óvart frá öllu saman sjálf.

Þetta tókst þó á endanum, stórslysalaust. Reyndar talaði ég af mér við Snorra, svo hann grunaði að við Bryndís værum eitthvað að bralla, en hún var bara svo sannfærandi saklaus að hann var ekki viss.

Við enduðum á að borða á Reykjavík pizza co. og fara á Horton hears a who í Regnboganum. Róttækar breytingar það ;). Sú mynd er einber snilld og skylduáhorf fyrir fólk með hláturtaugar í lagi. Reyndar er mikilvægt að fara gætilega, á tímabili var fólk hætt að anda af hlátri.


Dude, you're a warrior poet!