Evróvisjón deluxe!
Ég er mjög ánægð með úrslitin þetta árið. Íslenska lagið var lélegt þannig að þó að Jónsi syngi vel þá var bar ekki um neitt annað að ræða en eitt neðstu sætanna. En Úkraína var að gera virkilega góða hluti. Og áttu þar með sigurinn fullkomlega skilið, sérstaklega þar sem hún Rúslana samdi lag, texta og dansa sjálf. Fjölhæft kvendi það.
Sól og sumarfrí
Nú er ég komin í sumarfrí fyrir löngu en samt finnst mér sumarið nýkomið á Klakann. En það er gott að sumarið er komið því að með því komu Hildigunnur og Ingibjörg frá útlöndum :). Því miður fer Bryndís burt í staðinn en það verður bara að hafa það. Ces't la vie (eða hvurnig í fjandanum sem það er skrifað). Og sömuleiðis ætla ég að skreppa til Maríu pæju í the U.S. of A. Svo ég segi bara: Walmart, I'm on my way, baby!
Steik vikunnar
Tvímælalaust myndin Bill & Ted's Bogus Journey. Vanmetið meistaraverk, eða þannig ;). En stórgóð skemmtun hvað sem Óskars-verðlaunum líður og ég hvet þig eindregið að leigja hana ef þú ert einhvern tímann í steikarstuði!
mánudagur, maí 17, 2004
miðvikudagur, maí 12, 2004
Jesús, María og Jósep!
Ég datt áðan inn á eitthvað mest niðurdrepandi blogg sem ég hef séð! Þetta er blogg stelpu sem að sér ekki jákvæðu hliðina á neinu! Anti-pollýanna. Ég fann hvernig ég dróst niður í leiðinda og neikvæðni hyldýpið sem greyið hafði búið sér til. Á svona fólki sér maður hvað lífið getur verið hræðilegt ef maður leyfir því það. Ég bara næ því ekki að fólk geti leyft sér þetta. Sama hvað bjátar á, það er alltaf eitthvað lán í óláni!
Eftir hræðilegan lesturinn (því ég get ekki hætt að lesa eitthvað ef ég er einu sinni byrjuð)leið mér svo illa að ég þurfti að nota adrenalín-gleði sprautu (í formi the Far Side myndasagna Gary Larson) til þess að verða eitthvað lík sjálfri mér í "attitude-i" !
föstudagur, maí 07, 2004
Kill Bill vol. 2
Vá. Það er ekkert orð í mínum orðaforða sem getur lýst hrifningu minni á þessari mynd. En eins og með þá fyrri: Ef þú ert ekki búin að sjá hana, farðu þá núna!
Sex in the City...
...Lauk göngu sinni í gærkveldi. Mér fannst þetta æðislegur lokaþáttur, með svona Hollywood-endi eins og við könnumst öll við. Það er ekki frá því að mér hafi vöknað um augun (=skælt eins og smákrakki) af hamingju yfir málalokunum.
Sumarið er tíminn
Það er heldur margt sem ég ætla mér að gera í sumar. Svo margt að það er spurning hvort að sumarið sjálft endist í það. Smá dæmi: Ég ætla að vinna eins og mo-fo, fara í heimsóknir til útlanda og út í sveit, synda, verða brún, teikna, fara í bíó, fara á djammið, halda upp á afmæli, labba reglulega niður Laugaveginn, fara í útilegur, fara upp í sumarbústað og synda svo meir! Það verður spennandi að sjá hvað af þessu ég kem í verk!
Brot og braml
Gleraugun mín brotnuðu áðan. Og ég missti þau ekki eða neitt Kristínarlegt. Dularfullt. Ég er farin að halda að þetta séu mótmæli gegn linsukaupunum í seinustu færslu. Nú eða bloggöfund, þar sem ég hef aldrei séð ástæðu til að blogga um gleraugun mín áður. Well, mission accomplished hjá þeim ef svo er í pottinn í búið :) !
miðvikudagur, maí 05, 2004
Verkefni-smerkefni
Nú þykir mér ég dugleg í meira lagi, bara búin að skila öllum verkefnum og möppum í einu lagi! Fannst reyndar skrýtið að ganga um bæinn með líkan af sumarhúsi í mælikvarðanum 1:20. Mikil upplifun.
Í tækinu
Ég var að enduruppgötva snilldar listamann að nafni Elliott Smith. Hann sá að mestu um tónlistina í Good Will Hunting og eitt laganna hans hljómaði í the Royal Tenenbaums (vanmetnu meistaraverki að mínu mati). Það kemst ekkert annað að þessa dagana, nema ef vera skyldi Bad moon rising með Creedence Clearwater Revival, en það á einmitt 36 ára afmæli í dag!
Sílíkon
Já, enn ein sönnun á komu sumars: linsukaup. Flott sólgleraugu verða málið í sumar ;)
sunnudagur, maí 02, 2004
Tenglar
Ég bætti við tveimur tenglum núna áðan. Sá fyrri er á myndaalbúmið mitt (með örfáum myndum í) og sá seinni er á www.wulffmorgenthaler.com. Þá síðu eiga danskir myndasögusnillingar sem skrifa og teikna mjög svo súrar teiknimyndir.
Vorprófa mánuðurinn
Þó ég taki bara tvö próf þetta árið þá er nú samt nóg að gera. Verkefnaskil eru í nánd og nú sér kona eftir leti helgum í vetur. En ég er þó í ágætum málum og er vel sátt við mitt. Það verður samt þungu fargi af mér létt í vikulok þegar öll verkefnin eru komin í hús :).
Kill Bill vol.1
Í seinustu viku horfði ég í annað skiptið á Kill Bill. Þetta áhorf mitt var hugsað sem undirbúningur fyrir ferð á mynd númer tvö og þjónaði sínum tilgangi vel. Ég var búin að gleyma ýmsum atriðum sem að hafa núna espað enn meira upp í mér löngunina til að sjá vol. 2. Ef þú ert ekki búin að sjá hana þá skaltu gera það núna!
Bíósumar
Sumarið í sumar verður bíósumar. Það er alltof mikið af spennandi myndum á leiðinni sem ég hlakka til að sjá.
Megasumar í alla staði!