Jesús, María og Jósep!
Ég datt áðan inn á eitthvað mest niðurdrepandi blogg sem ég hef séð! Þetta er blogg stelpu sem að sér ekki jákvæðu hliðina á neinu! Anti-pollýanna. Ég fann hvernig ég dróst niður í leiðinda og neikvæðni hyldýpið sem greyið hafði búið sér til. Á svona fólki sér maður hvað lífið getur verið hræðilegt ef maður leyfir því það. Ég bara næ því ekki að fólk geti leyft sér þetta. Sama hvað bjátar á, það er alltaf eitthvað lán í óláni!
Eftir hræðilegan lesturinn (því ég get ekki hætt að lesa eitthvað ef ég er einu sinni byrjuð)leið mér svo illa að ég þurfti að nota adrenalín-gleði sprautu (í formi the Far Side myndasagna Gary Larson) til þess að verða eitthvað lík sjálfri mér í "attitude-i" !
miðvikudagur, maí 12, 2004
Gerast áskrifandi að:
Comment Feed (RSS)
|